SAWE Tannhvíttun

Um SAWE

Brosið þitt í fyrsta sæti.

Vissir þú að yfir helmingur fólks í heiminum er óöruggt með brosið sitt, og brosir þar af leiðandi minna í kjölfarið?

Okkar markmið er að hjálpa fólki að líða vel með brosið sitt og brosa meira!

Við bjóðum uppá tannhvíttunar og tannheilsuvörur sem eru þróaðar eftir háum gæðastöðlum.

Fyrsta flokks vörur og þjónusta eru okkar leiðarljós og því leggjum við mikið uppúr persónulegum samskiptum við viðskiptavini. 

Vörurnar okkar eru þróaðar með tannlæknum í Ungverjalandi eftir háum öryggiskröfum og gæðastöðlum, þær eru einnig gæðavottaðar af FDA (Food and Drug Administration.)


SAWE á íslandi er rekið af Avery ehf.
(kt. 560322 1190)

Símanúmer: 660 7267

Hvernig fylgist ég með stöðuni á pöntuninni minni?

Þú ættir að hafa fengið tölvupóst með staðfestingu þegar að þú pantaðir, ef ekki er gott að kíkja í rusl möppuna og sjá hvort staðfestingin sé þar. 

1-2 dögum eftir staðfestingu átt þú svo að fá tilkynningu, annaðhvort frá Dropp eða frá Póstinum um að pöntunin sé á leiðinni til þín. 

Ef þú hefur ekkert heyrt og það eru liðnir meira en 2 dagar er best að senda okkur skilaboð með því að fylla út formið hér á síðuni eða hringja í síma 660-7267

Ég hef áhuga á samstarfi, hvað geri ég?

Við erum alltaf opin fyrir því að vinna með skemmtilegu og áhrifamiklu fólki. 
Sendu okkur endilega línu með því að fylla út formið á þessari síðu. 

Í skilaboðunum er gott að taka fram: 
 • Hvaða vöru þú hefur áhuga á
 • Link á samfélagsmiðla
 • Hugmynd um hvernig samstarfið færi fram

Get ég gerst söluaðili SAWE?

Já, ef þú hefur áhuga á að selja SAWE í þinni verslun er best að senda okkur línu með því að fylla út formið hér á þessari síðu. 

Það er gott að taka fram: 
Nafn verslunar
Kennitölu fyrirtækis
Tengilið
Áætluð kaup

Get ég sótt um styrk?

Við elskum að styrkja góð málefni. Hafðu endilega samband við okkur með því að fylla út formið hér á síðuni. 

Gott er að taka fram: 
Hvaða félag er verið að biðja um styrk fyrir
Kennitala félags
Ósk um vörur/upphæð

Ertu með einhverja pælingu?

Hafðu samband hér