Spurningar & svör

Veldur tannhvíttun tannkuli?

Gelið okkar er samsett úr sérstökum innihaldsefnum sem eru hönnuð til að valda ekki óþægindum. Ef þú finnur fyrir óþægindum eða kuli skaltu bera bláa gelið á tennurnar, í því eru steinefni sem hjálpa til við að draga úr óþægindum.
Við mælum líka með að gera hlé á notkun í 1-3 daga.

Mega barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti nota SAWE vörurnar?

Það hefur ekki verið rannsakað nóg og því mælum við ekki með að barnshafandi konur noti tannhvíttunarsettið né tannkrems tónerinn án þess að ráðfæra sig við lækni, en allar aðrar vörur SAWE er óhætt að nota.

Konum með barn á brjósti er óhætt að nota allar vörur SAWE en við mælum alltaf með að ráðfæra sig við lækni áður en meðferð hefst.

Má ég nota SAWE vörurnar ef ég er með skemmdir?

Já, það er ekkert sem bannar þér að nota vörur SAWE með skemmdir, en það eru meiri líkur á kuli eftir notkun á tannhvíttunarsettinu ef þú ert með skemmd/ir.

Fara SAWE vörurnar illa með glerung?

Nei, vörurnar fara ekki illa með glerung, en ef þú ert með mjög viðkvæmar tennur mælum við með að þú hafir samband við tannlækni áður en þú hefur hverskonar tannhvíttunarmeðferð.

Má ég nota SAWE vörurnar ef ég er með krónur eða gervitennur?

Já! Tannpúðrið og tannkremstónerinn eru fullkomnar vörur fyrir fólk með gervitennur eða krónur sem hafa myndast blettir á.

Gelið í tannhvíttunarsettinu var þróað með þeim tilgangi að lýsa náttúrulegar tennur. Við mælum ekki með að nota tannhvíttunarsettið ef þú ert með gervitennur, krónur, fyllingar eða brýr. 

Hvernig nota ég SAWE tannhvíttunarsettið?

Berðu jafnt lag af gelinu á tennurnar, svo setur þú munnstykkið yfir tennurnar og kveikir á ljósinu. Eftir notkun skolar þú munninn og munnstykkið með volgu vatni. Mælt er með að bursta tennurnar áður en þú notar tannhvíttunarsettið.

Nota má ljósið í 15-30 mínútur í senn, 7-10 daga í röð til að ná hámarks árangri.

Geyma skal tannhvíttunarpennan í kæli til að efnið haldi styrk.

Þú getur smellt hér til að sjá myndband sem sýnir hvernig á að nota settið

Hversu lengi geymast vörurnar?

Það stendur á pakkninguni á hverri vöru fyrir sig hvenær síðasti notkunardagur er frá opnun. 

Við mælum með að geyma tannhvíttunarpenna í kæli, það getur lengt líftíman mikið.

Ef gelið í pennanum er orðið mjög vatnskennt er hann útrunnin og við mælum ekki með að nota hann.

Eru SAWE vörurnar vegan?

Já! Vörurnar okkar eru 100% vegan og eru ekki prófaðar á dýrum

Hvað gerist ef ég fæ gelið á varirnar eða tannholdið?

Ef þú færð gelið á varirnar eða tannholdið skaltu þurrka það af eins vel og þú getur
Gelið er eingöngu ætlað til notkunar á tennur
Þú gætir fundið fyrir sviða ef gelið fer á varir eða tannhold. Þetta er eðlilegt og ætti að hverfa á innan við 24 klukkustundum.

Hvað er SAWE steinefnagelið?

SAWE steinefnagelið er valfrjálst og er þá notað  eftir tannhvíttunarmeðferðina fyrir þá sem eru með sérstaklega viðkvæmar tennur.
Ef þú ert með viðkvæmar tennur mælum við með því að nota gelið (sama ferli og hvíttunargelið) í 15 mínútur.

Hvernig stuðlar rauða infrared ljósið í SAWE munnstykkinu að betri tannheilsu?

Þú getur lesið nánar um það hér

Karfan þín
Allar vörur
0 items Karfan þín